Katla, Sigdís og Bergdís voru lykilleikmenn í þreföldu meistaraliði Víkings árið 2023

Bergdís, Katla og Sigdís í U-19

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 3 leikmenn úr meistaraflokki Víkings sem taka munu þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi dagana 18.-24. janúar í Portúgal. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í Litháen dagana 14 til 27.júlí í sumar.

Bergdís Sveinsdóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir hafa verið valdar í hópinn og vart þarf að kynna þær fyrir Víkingum enda voru þær lykilleikmenn í þreföldu meistaraliði Víkings árið 2023. Katla á samtals 13 landsleiki fyrir U landslið Íslands, Sigdís á 26 leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk og Bergdís á 30 leiki og hefur hún skorað í þeim 7 mörk.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Bergdísi, Kötlu og Sigdísi góðs gengis í komandi verkefnum með landsliðinu. Áfram Víkingur og Áfram Ísland❤️🖤

Hér má einmitt sjá einn af þremur glæsilegum leikvöngum sem mótið verður spilað á, Darius and Girenas Stadium í Kaunas.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar