Beinar útsendingar frá Lengjudeild kvenna og Mjólkurbikarnum

Í samstarfi við Spiideo útsendingarkerfið höfum við sent út alla heimaleiki Meistaraflokks kvenna í knattspyrnu síðan um áramótin, m.a. Lengjubikarinn, Reykjavíkurmót og æfingaleiki. Svo bárust okkur þau leiðu tíðindi í febrúar síðastliðnum að engar útsendingar væru á döfinni frá Lengjudeild kvenna. Þetta leist okkur heldur betur illa á og var ákveðið að kanna hversu raunhæft það væri að við myndum hreinlega sjálf senda út þessa leiki. Sú niðurstaða var heldur betur raunhæf og höfum við nú þegar sent út 2 fyrstu heimaleiki okkar kvenna í Lengjudeildinni, fyrst gegn Gróttu og í annari umferð gegn Augnablik.

Smelltu hér til að skoða leikina sem eru framundan í beinni útsendingu en þar getur þú keypt áskrift að öllum leikjunum í sumar eða  staka leiki.

Svo er það þannig að þegar eitthvað er skemmtilegt þá er gaman að gera meira og því höfðum við samband við Hilmar Björnsson hjá RÚV sem gaf okkur leyfi til að senda út 1.umferð í Mjólkurbikarnum gegn Smára og svo aftur fyrir 2.umferð í Mjólkurbikarnum gegn Augnablik. Þær frábæru fréttir bárust svo í dag að RÚV hefur einnig gefið grænt ljós á leik KR og Víkings sem fer fram þann 27.maí næstkomandi á Meistaravöllum kl. 14:00 en nánar um það fljótlega.

Leikur Fram og Víkings í Lengjudeildinni þann 17.maí síðastliðinn var svo fyrsta samstarfsverkefni okkar með öðru liði. Þar voru tveir ungir menn að nafni Valdimar og Trausti sem hafa verið að lýsa leikjum fyrir FramTV. Þeir, ásamt öðru starfsfólki Fram, létu okkur líða eins og heima hjá okkur og heppnaðist útsendingin frábærlega. Við erum hvergi nærri hætt og ætlum að ná markmiði okkar að sýna frá öllum leikjum Meistaraflokks Kvenna hjá Víking sumarið 2023.

KSÍ hefur sömuleiðis verið að aðstoða okkur með þetta skemmtilega verkefni og í dag má sjá í öllum leikjalistum KSÍ að leikir Víkings eru í beinni útsendingu.

Lengjudeildin

Mjólkurbikarinn

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar