Aukaæfingin

Aukaæfingin er þriggja vikna námskeið þar sem unnið er eftir einu þema í hverri viku og er markmiðið með námskeiðinu að búa til umhverfi fyrir krakka á aldrinum 12 til 15 ára til að bæta knattspyrnugetu sína. Skipt er í hópa eftir getu og aldri og er miðað við að einn þjálfari sé með 8 krakka í hóp.
Krakkarnir fara á öflugar morgunæfingar þar sem aukin áhersla er lögð á framfarir einstaklingsins, þessu til viðbótar fara krakkarnir á styrktaræfingar. Styrktaræfingarnar eru í formi fótboltajóga (Foga). Krakkarnir fá einnig næringu á staðnum en hópurinn borðar saman með þjálfurum í Berserkjakjallaranum. Æft er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og er dagskrá innan hvers dags eftirfarandi: Fótboltaæfing 10:00-11:15 Matur 11:30 – 12:00 Foga 12:15-13:00 Þjálfarar á námskeiðinu eru Aron Baldvin Þórðarson, Árni Fannar Kristinsson ásamt leikmönnum úr meistaraflokki karla og kvenna. John Andrews sér um FOGA æfingar.

Þema á námskeiðinu er eftirfarandi:

Vika 1 – Leikstöður (e. positioning)

Vika 2 – Umskipti (e. transistion)

Vika 3 – Halda bolta innan liðs (e.ball possession)

Námskeiðið hentar markmönnum jafnt sem útileikmönnum enda nauðsynlegt fyrir góða markmenn að hafa leikskilning til jafns við útileikmenn í nútímafótbolta. Einu sinni í viku kemur markmannsþjálfari á námskeiðið til að vinna sérstaklega með markmönnum. Í lok hverrar viku er keppni úr þema vikunnar og veitt viðurkennig fyrir mestu framfarir.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar