Aukaæfingin
20. maí 2021 | KnattspyrnaAukaæfingin er þriggja vikna námskeið þar sem unnið er eftir einu þema í hverri viku og er markmiðið með námskeiðinu að búa til umhverfi fyrir krakka á aldrinum 12 til 15 ára til að bæta knattspyrnugetu sína. Skipt er í hópa eftir getu og aldri og er miðað við að einn þjálfari sé með 8 krakka í hóp.
Krakkarnir fara á öflugar morgunæfingar þar sem aukin áhersla er lögð á framfarir einstaklingsins, þessu til viðbótar fara krakkarnir á styrktaræfingar. Styrktaræfingarnar eru í formi fótboltajóga (Foga). Krakkarnir fá einnig næringu á staðnum en hópurinn borðar saman með þjálfurum í Berserkjakjallaranum. Æft er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og er dagskrá innan hvers dags eftirfarandi: Fótboltaæfing 10:00-11:15 Matur 11:30 – 12:00 Foga 12:15-13:00 Þjálfarar á námskeiðinu eru Aron Baldvin Þórðarson, Árni Fannar Kristinsson ásamt leikmönnum úr meistaraflokki karla og kvenna. John Andrews sér um FOGA æfingar.
Þema á námskeiðinu er eftirfarandi:
Vika 1 – Leikstöður (e. positioning)
Vika 2 – Umskipti (e. transistion)
Vika 3 – Halda bolta innan liðs (e.ball possession)
Námskeiðið hentar markmönnum jafnt sem útileikmönnum enda nauðsynlegt fyrir góða markmenn að hafa leikskilning til jafns við útileikmenn í nútímafótbolta. Einu sinni í viku kemur markmannsþjálfari á námskeiðið til að vinna sérstaklega með markmönnum. Í lok hverrar viku er keppni úr þema vikunnar og veitt viðurkennig fyrir mestu framfarir.