
Ásta þreytti frumraun sína með meistaraflokki gegn Þrótti í Reykjavíkurmótinu þann 16.janúar og nokkrum dögum síðar skrifaði hún undir sinn fyrsta samning við félagið.
Ásta Sylvía er uppalin Víkingur og hefur spilað upp í gegn um alla yngri flokka félagsins. Ásta hefur frá fyrstu tíð spilað „upp fyrir sig“ og þá oft með þremur flokkum í einu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað með meistaraflokki á síðasta ári var hún varamarkvörður liðsins í Bestu-deildinni í átta leikjum og í einum leik í Lengjubikarnum.
Eins og áður segir lék hún sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki, þegar hún hélt hreinu í leik á móti Þrótti í Reykjavíkurmótinu, þá nýorðin 15 ára og enn gjaldgeng í 3.flokki.
Ásta Sylvía var fyrir tveimur árum ein sex stúlkna frá Víkingi valin í hæfileikamótun KSÍ og fyrir rúmu ári síðan spilaði hún sína fyrstu leiki með U15 landsliði Íslands, þá nýorðin 14 ára. Hún var svo fyrr í vetur valin í æfingahóp með U16 landsliðinu. Það er því nokkuð ljóst að framtíðin er björt og Víkingar geta hlakkað til að sjá meira af henni á milli stanganna.
Til hamingju með samninginn Ásta Sylvía og áfram Víkingur. ❤️🖤