Ársmiðasala Víkings 2022

Ársmiðasala Víkings er hafin!
Ársmiðasala Víkings fyrir komandi tímabil er hafin. Miðasalan fer fram í gegnum miðasöluappið Stubb og verða miðarnir eingöngu rafrænir í ár. Víkingar ættu að þekkja vel til Stubbs eftir síðasta tímabil, en hér má finna leiðbeiningar varðandi það hvernig gengið er frá kaupunum og hvernig árskortin virka.

Framundan er æsispennandi tímabil í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna. Í boði eru tvenns konar ársmiðar; Annars vegar Ársmiði Víkings sem gildir sem aðgöngumiði á alla heimaleiki Víkings í báðum deildum næsta sumar og hins vegar VIP ársmiði sem gildir sem aðgöngumiði á alla heimaleiki rétt eins og ársmiðinn en veitir jafnframt aðgang að hátíðarsal á leikjum í Bestu deild karla. Einnig er í boði árskort á sérkjörum fyrir þau sem eru fædd árið 1997 eða síðar.

Verð á árskortum tímabilið 2022:

Ársmiði: 21.990 kr. í forsölu
VIP ársmiði: 84.990 kr. í forsölu
U25 ársmiði: 10.990 kr. í forsölu

Aðgönguverð á leiki í Bestu deild karla verður 2.200 kr. á næsta tímabili og leikjum hefur fjölgað. Það hafa verið ellefu heimaleikir í deildarkeppni en í ár verða þeir þrettán eða fjórtán. Aðgönguverð á leiki í Lengjudeild kvenna verður 1.500 kr og eru leikirnir níu talsins.

Kynntu þér málið í Stubbi og tryggðu þér árskort strax í dag!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Guðni heldur í víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gylfi Þór Sigurðsson í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Danijel Dejan Djuric til NK Istra

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Þorrablót Víkings 2025 – Vinningaskrá úr happdrætti

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Róbert Orri Þorkelsson í Hamingjuna

Lesa nánar