Ársmiðasala Víkings 2022

Ársmiðasala Víkings er hafin!
Ársmiðasala Víkings fyrir komandi tímabil er hafin. Miðasalan fer fram í gegnum miðasöluappið Stubb og verða miðarnir eingöngu rafrænir í ár. Víkingar ættu að þekkja vel til Stubbs eftir síðasta tímabil, en hér má finna leiðbeiningar varðandi það hvernig gengið er frá kaupunum og hvernig árskortin virka.

Framundan er æsispennandi tímabil í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna. Í boði eru tvenns konar ársmiðar; Annars vegar Ársmiði Víkings sem gildir sem aðgöngumiði á alla heimaleiki Víkings í báðum deildum næsta sumar og hins vegar VIP ársmiði sem gildir sem aðgöngumiði á alla heimaleiki rétt eins og ársmiðinn en veitir jafnframt aðgang að hátíðarsal á leikjum í Bestu deild karla. Einnig er í boði árskort á sérkjörum fyrir þau sem eru fædd árið 1997 eða síðar.

Verð á árskortum tímabilið 2022:

Ársmiði: 21.990 kr. í forsölu
VIP ársmiði: 84.990 kr. í forsölu
U25 ársmiði: 10.990 kr. í forsölu

Aðgönguverð á leiki í Bestu deild karla verður 2.200 kr. á næsta tímabili og leikjum hefur fjölgað. Það hafa verið ellefu heimaleikir í deildarkeppni en í ár verða þeir þrettán eða fjórtán. Aðgönguverð á leiki í Lengjudeild kvenna verður 1.500 kr og eru leikirnir níu talsins.

Kynntu þér málið í Stubbi og tryggðu þér árskort strax í dag!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar