fbpx

Arnar Gunnlaugsson til KSÍ

15. janúar 2025 | Knattspyrna
Arnar Gunnlaugsson til KSÍ

Knattpyrnudeild Víkings hefur samþykkt kauptilboð KSÍ í Arnar Gunnlaugsson.

Arnar hefur verið við stjórnvölinn í Hamingjunni síðan seint árið 2018 þegar hann tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Á sínu fyrsta tímabili leiddi Arnar liðið til sigurs í Mjólkurbikarnum en það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Árið 2021 urðu Víkingar tvöfaldir meistarar (Íslands- og bikarmeistarar) í fyrsta skipti í sögu knattspyrnudeildar félagsins. Bikarmeistaratitill númer 3 kom svo árið 2022 og árið 2023 varð Víkingur aftur tvöfaldur meistari (Íslands- og bikarmeistarar).

Árangur liðsins í Evrópu fór stigvaxandi árin 2020-2023 en náði nýjum og áður óþekktum hæðum seint á síðasta ári. Það má með sanni segja að lið Víkings hafi skrifað söguna undanfarna mánuði en liðið var fyrst íslenskra liða til að vinna leik í deildarkeppni á vegum UEFA. Frammistaða liðsins tryggði þátttökurétt í umspili Sambandsdeildar Evrópu með 2 sigrum og 2 jafnteflum í deildarkeppninni.

Bikarmeistari 2019,2021,2022,2023
Íslandsmeistarar 2021, 2023
Meistarakeppni KSÍ 2022, 2024
24 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu 2024/2025

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum.