Arnar Gunnlaugsson til KSÍ

Knattpyrnudeild Víkings hefur samþykkt kauptilboð KSÍ í Arnar Gunnlaugsson.

Arnar hefur verið við stjórnvölinn í Hamingjunni síðan seint árið 2018 þegar hann tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni. Á sínu fyrsta tímabili leiddi Arnar liðið til sigurs í Mjólkurbikarnum en það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Árið 2021 urðu Víkingar tvöfaldir meistarar (Íslands- og bikarmeistarar) í fyrsta skipti í sögu knattspyrnudeildar félagsins. Bikarmeistaratitill númer 3 kom svo árið 2022 og árið 2023 varð Víkingur aftur tvöfaldur meistari (Íslands- og bikarmeistarar).

Árangur liðsins í Evrópu fór stigvaxandi árin 2020-2023 en náði nýjum og áður óþekktum hæðum seint á síðasta ári. Það má með sanni segja að lið Víkings hafi skrifað söguna undanfarna mánuði en liðið var fyrst íslenskra liða til að vinna leik í deildarkeppni á vegum UEFA. Frammistaða liðsins tryggði þátttökurétt í umspili Sambandsdeildar Evrópu með 2 sigrum og 2 jafnteflum í deildarkeppninni.

Bikarmeistari 2019,2021,2022,2023
Íslandsmeistarar 2021, 2023
Meistarakeppni KSÍ 2022, 2024
24 liða úrslit í Sambandsdeild Evrópu 2024/2025

Knattspyrnudeild Víkings þakkar Arnari kærlega fyrir einstaklega farsælt og gott samstarf og um leið óskum við honum farsældar í nýju starfi sem þjálfara A landsliðs Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings mun tilkynna um ráðningu nýs aðalþjálfara á næstu dögum.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar