Arna Þyrí í leik með Víking

Arna Þyrí framlengir | Handbolti

Það eru mikið gleðiefni hjá okkur í Víking að tilkynna það að Arna Þyrí Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við félagið.

Arna hefur spilað með Víking síðustu 2 tímabil og reynst okkur mikill fengur bæði innan vallar sem utan. Auk þess að vera mikill stoðsendingasérfræðingur þá hefur Arna skorað 232 mörk fyrir Víking á þessum tveimur tímabilum sem hún hefur verið hjá okkur.
Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára þá er Arna, sem eru uppalin í Vestmannaeyjum, gríðarlega reynslumikil og á 99 leiki í Olís deild kvenna fyrir ÍBV, Fram og Stjörnuna. Einnig hefur hún spilað með yngri landsliðum Íslands.

Arna er frábær liðsfélagi og frábær leikmaður sem á stóran þátt í þeim árangri sem Víkingur hefur þegar náð náð og mun nú halda áfram með okkur á leið aftur í fremstu röð!
Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar