fbpx

Arna og Anika í eldlínunni með U-15

20. nóvember 2023 | Knattspyrna, Félagið
Arna og Anika í eldlínunni með U-15

U-15 ára landslið kvenna er nýkomið heim frá Portúgal þar sem þær tóku þátt í UEFA Development Tournament og voru 2 Víkingar í hópnum, þær Arna Ísold Stefánsdóttir og Anika Jóna Jónsdóttir.

Stelpurnar mættu þar Spáni, Þýskalandi og gestgjöfum mótsins, Portúgal.

Stelpurnar hófu leik með 3-3 jafntefli gegn Spáni og voru Arna og Anika báðar í byrjunarliði Íslands. Töp gegn Portúgal 2-0 og 4-1 gegn Þýskalandi fylgdu í svo kjölfarið en frábær frammistaða og reynslubankinn fékk góða áfyllingu.

Einar Guðnason, sonur Fossvogs, var á svæðinu og hafði milligöngu um að útvega myndir af Örnu og Aniku. Hann hafði þetta að segja um frammistöðu þeirra : „Arna og Anika spiluðu alla leikina og voru Víking til mikils sóma. Alveg frábærar“

Áfram Víkingur og áfram Ísland!