Arna og Anika í eldlínunni með U-15

U-15 ára landslið kvenna er nýkomið heim frá Portúgal þar sem þær tóku þátt í UEFA Development Tournament og voru 2 Víkingar í hópnum, þær Arna Ísold Stefánsdóttir og Anika Jóna Jónsdóttir.

Stelpurnar mættu þar Spáni, Þýskalandi og gestgjöfum mótsins, Portúgal.

Stelpurnar hófu leik með 3-3 jafntefli gegn Spáni og voru Arna og Anika báðar í byrjunarliði Íslands. Töp gegn Portúgal 2-0 og 4-1 gegn Þýskalandi fylgdu í svo kjölfarið en frábær frammistaða og reynslubankinn fékk góða áfyllingu.

Einar Guðnason, sonur Fossvogs, var á svæðinu og hafði milligöngu um að útvega myndir af Örnu og Aniku. Hann hafði þetta að segja um frammistöðu þeirra : „Arna og Anika spiluðu alla leikina og voru Víking til mikils sóma. Alveg frábærar“

Áfram Víkingur og áfram Ísland!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar