Arna Ísold og Anika Jóna framlengja til ársins 2027

Kæru Víkingar. Það eru miklar gleðifregnir sem berast úr Hamingjunni en Arna Ísold Stefánsdóttir (f. 2009) og Anika Jóna Jónsdóttir (f. 2009) hafa framlengt samninga sína við Knattspyrnudeild Víkings til loka árs 2027.

Þessar ungu og efnilegu knattspyrnukonur spiluðu sinn fyrsta leik í efstu deild sumarið 2024 og hefur Arna Ísold komið við sögu í 5 leikjum í Bestu deild kvenna í sumar ásamt því að skora 1 mark. Anika komið við sögu í 2 leikjum. Einnig spila þær báðar stórt hlutverk í 3. og 2.flokki félagsins. Báðar eiga þær landsleiki fyrir yngri landslið Ísland, Anika hefur spilað 19 leiki og Arna 8 leiki.

Það verður gaman að fylgjast með þeim báðum áfram á vellinum í sumar með Víkingsliðinu og er Knattspyrnudeild Víkings er afar ánægð að hafa tryggt sér krafta þeirra til næstu ára ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar