Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð sænska úrvalsdeildarfélagsins Elfsborg í Ara Sigurpálsson, leikmann meistaraflokks.
Ari er fæddur árið 2003, kom í Hamingjuna árið 2022 frá ítalska liðinu Bologna og hefur síðan leikið 126 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 33 mark. Hann hefur einnig leikið 36 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 5 mörk.
Árið 2022 varð Ari Mjólkurbikarmeistari með liðinu og árið 2023 tvöfaldur meistari þegar liðið vann Bestu Deildina og Mjólkurbikarinn. Í fyrra var Ari lykilmaður í liði okkar Víkinga sem urðu Meistarar Meistaranna og fóru í umspil um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Ari skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Víkinga en sennilega það mikilvægasta kom gegn austurríska liðinu LASK þegar Víkingur gerði 1-1 jafntefli og tryggði þar sem sæti sitt í umspili Sambandsdeildarinnar.
Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið
Ari kemur til félagsins frá Bologna árið 2022 og er hann frábært dæmi um vel heppnaða strategíu hjá félaginu. Það var alltaf planið að Ari myndi spila 2-3 ár á Íslandi áður en hann myndi halda erlendis aftur. Það heppnaðist vel og teljum við hann vera að hoppa yfir þetta millistig og hittir þar fyrir gamla fyrirliðann okkar og spila þeir núna saman í gulu og svörtu
Knattspyrnudeild Víkings óskar Ara velgengni og hamingju í Svíþjóð og um leið þökkum við Ara kærlega fyrir sitt framlag til félagsins. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Ari! ❤️🖤