Ari og Danijel valdir í U21 árs landsliðið

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landslið karla, hefur valið leikmannahóp fyrir vináttuleik gegn Finnlandi og fyrsta leik liðsins í riðlakeppni EM 2025.

Við Víkingar eigum tvo leikmenn í hópnum en þeir Ari Sigurpálsson & Danijel Djuric hafa báðir verið valdir í hópinn. Þá hefur Kristall Máni fyrrum leikmaður Víkings einnig verið valinn í hópinn.

Ari og Danijel eru tveir af okkar efnilegustu leikmönnum og hafa spilað mikilvæg hlutverk í sterku liði Víkings undir stjórn Arnar Gunnlaugssonar seinustu tvö tímabil. Ari hefur komið við sögu í 18 leikjum í sumar og skorað í þeim 5 mörk. Danijel hefur komið við sögu í 25 leikjum í sumar og skorað samtals 8 mörk.

Við óskum strákunum þremur góðs gengis í komandi verkefni með U21 ára landsliðinu

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar