Valgerður Elín, Freyja og Anja Gyða

Anja, Freyja og Valgerður í U-17 og U-19

Þjálfarar U-19, U-17 og U-15 ára landsliða kvenna hafa valið æfingahópa fyrir komandi landsliðshelgi sem verður haldin 24.-27.október.

Díana Guðjónsdóttir, landsliðsþjálfari U-17 kvenna, hefur valið Valgerði Elínu Snorradóttur í hóp en æfingarnar munu koma til með að fara fram á höfuðborgarsvæðinu um næstkomandi helgi. Valgerður Elín er í 3.flokki kvenna, undir leiðsögn Önnu Margrétar, en hún hefur einnig spilað mikilvægt hlutverk í meistaraflokki kvenna í vetur.

Hildur Þorgeirsdóttir og Sigíður Unnur Jónsdóttir, landsliðsþjálfarar U-15 kvenna, hafa valið Önju Gyðu Vilhelmsen og Freyju Sveinsbjörnsdóttur í hóp en æfingarnar munu einnig koma til með að fara fram á höfuðborgarsvæðinu um komandi helgi. Anja Gyða og Freyja eru í 4.flokki kvenna sem er undir leiðsögn þjálfara meistaraflokks kvenna, Sebastians, eða Basta.

Víkingur óskar þessum frábæru leikmönnum góðs gengis í komandi verkefni.

ÁFRAM VÍKINGUR!!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar