fbpx

Anika og Arna í U-16

21. desember 2023 | Knattspyrna, Félagið
Anika og Arna í U-16
Anika og Arna

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingar dagana 8.-10. janúar 2024.

Við Víkingar eigum tvo fulltrúa í hópnum, þær Aniku Jónu Jónsdóttur og Örnu Ísfold Stefánsdóttur leikmenn 3. flokks hjá Víking.

Við Víkingar erum ákaflega stolt af þeim og óskum þeim til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.