Anika Jóna Jónsdóttir skrifar undir sinn fyrsta samning
4. mars 2024 | KnattspyrnaAnika Jóna Jónsdóttir(2009) hefur skrifað undir samning við Víking sem gildir út 2025. Anika er uppalin í Víking og þykir mjög efnileg. Hún á að baki 3 leiki fyrir U15 ára landslið Íslands.
„Anika, sem spilar mest í miðverði, er grjóthörð og gefur ekkert eftir, góð í varnarstöðu 1 vs 1, hugrökk með boltann og vill spila fram á við þegar við sækjum.“
Knattspyrnudeild Víkings óskar Aniku innilega til hamingju með sinn fyrsta samning. ❤️🖤