Andela Jovanovic ráðin rekstrarstjóri Víkings

Andela Jovanovic hefur verið ráðin í stöðu rekstrarstjóra Knattspyrnufélagsins Víkings. Í starfi sínu mun Andela fara með yfirumsjón með aðstöðu og eignum Víkings, innan sem utandyra, í Safamýri og í Víkinni. Felur það í sér stjórn vaktaskipulags starfsmanna húsa Víkings, umhirðu, hreinlæti og viðhald fasteigna ásamt umsjón veislusala Víkings. Andela, sem er 28 ára gömul, hefur starfað fyrir Víking undanfarin þrjú ár við góðan orðstír, að hluta til sem rekstrastjóri í Safamýri. Andela tekur nú við rekstrarstýringu mannvirkja félagsins í heild.

Ráðning á Andelu í starf rekstrarstjóra Víkings fellur vel að framtíðarhugmyndum um samþættingu íþróttamannvirkja Víkings í Safamýri og í Víkinni. Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu Andelu og óskum við henni til hamingju með starf Víkings.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar