Alþjóðlegar borðtennisæfingabúðir gengu vel
19. júlí 2022 | BorðtennisÍ þessari viku hafa farið fram æfingabúðir í borðtennis í TBR húsinu, á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, í samstarfi við Borðtennisdeild Víkings.
Aðalþjálfari æfingabúðanna er Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, og aðrir þjálfarar eru honum til aðstoðar. Auk þess að bæta sig í borðtennis geta leikmenn líka lært kínversku.