Ali Al-Mosawe til Víkings

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að danski leikmaðurinn Ali Al-Mosawe (2003) hefur skrifað undir samning við félagið út þetta tímabil. Ali er fæddur og uppalinn í Danmörku en á ættir sínar að rekja til Írak og hefur hann leikið 7 leiki fyrir U-23 ára lið landsins og skorað í þeim 2 mörk.

Ali er leikinn vinstri fótar kantmaður og kemur í Hamingjuna frá danska liðinu Hillerød. Hann hóf ferilinn akademíu FC Nordsjælland og árið 2017 fluttist hann um set til LASK í Austurríki sem er lið sem  við Víkingar könnumst vel við. Árið 2018 fer hann fluttist hann aftur til Danmerkur og gekk til liðs við U19 lið F.C. København þar sem hann lék til ársins 2022. Þá var förinni heitið til B.93 í Danmörku og ári síðar fór hann til Portúgal og lék þar með CD Gouveia og CF Estrela Amadora (U23). Í lok árs 2024 flutti hann sig svo aftur til Danmerkur þar sem hann lék með Hillerød eins og áður segir.

Knattspyrnudeild Víkings býður Ali hjartanlega velkominn í Hamingjuna! ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Staða framkvæmda á svæðum Víkings – Ný lýsing í Safamýri

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aukaaðalfundur HKD og BUR HKD

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar