Ákall um stuðning!

Nú fer að styttast í umspilið hjá Handboltastelpunum okkar frábæru í meistaraflokk kvenna.

Stelpurnar áttu flott tímabil í Grill 66 deildinni. Þær lentu í 3 sæti og fengu 23 stig sem er mikil bæting frá því á síðasta tímabili. Með því unnu þær sér inn þáttökurétt um að spila í umspilinu um að komast upp í efstu deild – Olís deildina.

Þær munu mæta Gróttu í fyrsta einvíginu og vinna þarf 2 leiki til að fara í sjálft úrslitaeinvígið.

Fyrsti leikur á móti Gróttu er á Seltjarnarnesi 11 apríl kl 19:30 og svo í Safamýri 14 apríl kl 16:00. Komi til oddaleiks verður hann 17 apríl.

Sigri stelpurnar það einvígi mæta þær síðan Aftureldingu eða FH í úrslitaeinvígi um að komast upp í Olís deildina.

Stelpurnar undirbúa sig nú af krafti og kostgæfni við umspilið og eru tilbúnar að leggja allt í sölurnar.

Þær vilja skora á alla Víkinga að mæta og styðja liðið áfram. Sérstaklega vilja þær skora á meistaraflokk kvenna í fótbolta um að mæta og ekki síður gamla Víkings liðið sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta fyrir rúmum 30 árum.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar