Meistaraflokkur karla 2023/24.

Ákall um stuðning!

Miðvikudaginn 27. mars kl 19:30 í Safamýri mætast Víkingur og HK í mjög mikilvægum leik um að halda sæti sínu í Olís deildinni.
Aðeins eitt stig skilur liðin að þegar 3 umferðir eru eftir af deildinni. Víkingur er í 10 sæti með 10 stig en HK með 9 stig í 11 sæti. Sæti 11 og 12 falla beint niður í Grill 66 deildina og þarf því ekki að fjölyrða um mikilvægi leiksins. Handknattleiksdeild Víkings vill biðla til allra Víkinga um að mæta á völlinn og fylkja sér á bakvið liðið og helst taka sem flesta með sér í stemninguna.
Ykkar stuðningur skiptir svo sannarlega miklu máli í þessum háspennuleik.
Víkingssjoppan verður á sínum stað hlaðin veitingum fyrir svanga og þyrsta gesti.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar