Agnes þrefaldur Íslandsmeistari í flokki unglinga

Íslandsmót unglinga í borðtennis fór fram um helgina í TBR húsinu. Mótinu hafði verið frestað fyrr í vetur vegna covid og það féll niður árið 2020 af sömu ástæðum.

Víkingum vegnaði vel á mótinu og tryggðu þeir sér fjóra Íslandsmeistaratitla. Óhætt er að segja að Agnes Brynjarsdóttir hafi verið sigurvegari mótsins en hún varð þrefaldur Íslandsmeistari, sigraði í einliða-, tvenndar- og tvíliðaleik. Í tvíliðaleik spiluðu þær saman Agnes Brynjarsdóttir og Lóa Florionsdóttir Zink í flokki 16-18 ára en í tvenndarleik spiluðu Agnes og Jón Finnbogason saman í flokki 14-15 ára. Þá varð Jón einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik sveina 14-15 ára þar sem hann spilaði með Pétri Wilhelm Norðfjörð.

Mótið var fjölmennt og komu leikmenn frá tíu borðtennisfélögum víðs vegar af á landinu. Alls unnu Víkingar til níu verðlauna á mótinu og þar af voru fjórir Íslandsmeistaratitlar eins og fyrr segir.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Bröndby – Víkingur

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ashley Clark til Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Nikolaj Hansen framlengir út 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Miðasala á Víkingur – Bröndby

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar