Agnes þrefaldur Íslandsmeistari í flokki unglinga

Íslandsmót unglinga í borðtennis fór fram um helgina í TBR húsinu. Mótinu hafði verið frestað fyrr í vetur vegna covid og það féll niður árið 2020 af sömu ástæðum.

Víkingum vegnaði vel á mótinu og tryggðu þeir sér fjóra Íslandsmeistaratitla. Óhætt er að segja að Agnes Brynjarsdóttir hafi verið sigurvegari mótsins en hún varð þrefaldur Íslandsmeistari, sigraði í einliða-, tvenndar- og tvíliðaleik. Í tvíliðaleik spiluðu þær saman Agnes Brynjarsdóttir og Lóa Florionsdóttir Zink í flokki 16-18 ára en í tvenndarleik spiluðu Agnes og Jón Finnbogason saman í flokki 14-15 ára. Þá varð Jón einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik sveina 14-15 ára þar sem hann spilaði með Pétri Wilhelm Norðfjörð.

Mótið var fjölmennt og komu leikmenn frá tíu borðtennisfélögum víðs vegar af á landinu. Alls unnu Víkingar til níu verðlauna á mótinu og þar af voru fjórir Íslandsmeistaratitlar eins og fyrr segir.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar