Agnes og Darvis útnefnd borðtennisfólk ársins hjá BTÍ
3. maí 2021 | Borðtennisjör á bortennismanni og -konu ársins fór fram fyrr í mánuðinum. Stjórn BTÍ heldur utan um kjörið en þar geta leikmenn á styrkleikalista sem og stjórn BTÍ kosið um hverjir verða útnefndir sem borðtennisfólk ársins. Í ár voru kosin þau Agnes Brynjarsdóttir og Ingi Darvis Rodriguez.
Þrátt fyrir skrítið keppnistímabil þetta árið þá náðist að ljúka deildarkeppni og halda stóru mót tímabilsins og þar voru bæði Agnes og Darvis áberandi.
Agnes varði Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna þegar hún varð meistari annað árið í röð aðeins 14 ára gömul. Þá varð hún einnig deildar- og Íslandsmeistari með kvennaliði Víkings í Raflandsdeildinni.
Darvis vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í einliðaleik karla á árinu en hann varð einnig Íslandsmeistari með karlaliði Víkings í Raflandsdeildinni. Þá spilaði Darvis með Sportsklubben Heros í Noregi sl. vetur og unnu þeir næst efstu deildina í Noregi.
Við óskum Agnesi og Darvis til hamingju með þessa nafnbót.