Námskeið Víkings í Desember

Barna- og unglingaráð Víkings hafa ákveðið að bjóða upp á æfingar milli jól og nýárs fyrir iðkendur.
 
Barna- og unglingaráðið í handbolta býður annars vegar upp á Afreksnámskeið fyrir iðkendur í 4. – 6. flokki (f. 2010-2015) og hins vegar handboltaskóla fyrir 7.-8. flokk (f. 2016-2019).
 
Afreksæfingarnar fara fram í Safamýri og er æfingum skipt eftir flokkum. Um er að ræða tækniæfingar, skotæfingar, hreyfingar og fleira í þeim dúr. Ekki verður lagt upp úr spili.
 
​📆 29.-30. desember
 
​🕛️ Æfingar fyrir 6. fl kk og kvk: kl.9:00-10:00
 
🕛️ Æfingar fyrir 5. fl kk og kvk: kl.10:15-11:15
 
🕛️ Æfingar fyrir 4. fl kk og kvk: kl.11:30-12:30​
 
​📍Víkingur Safamýri
 
Handboltaskólinn verður 29 og 30. desember og fer fram í Víkinni milli klukkan 9:00 og 12:00.
 
Námskeiðum verður stjórnað af þjálfurum deildarinnar.
 
Skráning er hafin á Abler.
 
 
Jólanámskeið Meistaraflokks karla í Knattspyrnu fer fram dagana 27.-29. desember. Verða æfingarnar í boði fyrir 4. – 6. fl karla og kvenna.
 
Æfingatímar eru eftirfarandi:
6.fl kk og kvk – 10:30 – 11:45
5.fl kk og kvk – 12:00 – 13:15
4.fl kk og kvk – 13:30 – 14:45
 
Meistaraflokkur karla sér um þjálfun á námskeiðinu.
 
Skráning er hafin á Abler.
 
Upplýsingar um skráningu á námskeiðin veitir íþróttastjóri, [email protected].
 
*Víkingur áskilur sér þann rétt að breyta námskeiðunum ef ekki næst nægilega góð skráning.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elísa Birta Káradóttir gengur til liðs við Víking frá HK

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri

Lesa nánar