Námskeið Víkings í Desember

Barna- og unglingaráð Víkings hafa ákveðið að bjóða upp á æfingar milli jól og nýárs fyrir iðkendur.
 
Barna- og unglingaráðið í handbolta býður annars vegar upp á Afreksnámskeið fyrir iðkendur í 4. – 6. flokki (f. 2010-2015) og hins vegar handboltaskóla fyrir 7.-8. flokk (f. 2016-2019).
 
Afreksæfingarnar fara fram í Safamýri og er æfingum skipt eftir flokkum. Um er að ræða tækniæfingar, skotæfingar, hreyfingar og fleira í þeim dúr. Ekki verður lagt upp úr spili.
 
​📆 29.-30. desember
 
​🕛️ Æfingar fyrir 6. fl kk og kvk: kl.9:00-10:00
 
🕛️ Æfingar fyrir 5. fl kk og kvk: kl.10:15-11:15
 
🕛️ Æfingar fyrir 4. fl kk og kvk: kl.11:30-12:30​
 
​📍Víkingur Safamýri
 
Handboltaskólinn verður 29 og 30. desember og fer fram í Víkinni milli klukkan 9:00 og 12:00.
 
Námskeiðum verður stjórnað af þjálfurum deildarinnar.
 
Skráning er hafin á Abler.
 
 
Jólanámskeið Meistaraflokks karla í Knattspyrnu fer fram dagana 27.-29. desember. Verða æfingarnar í boði fyrir 4. – 6. fl karla og kvenna.
 
Æfingatímar eru eftirfarandi:
6.fl kk og kvk – 10:30 – 11:45
5.fl kk og kvk – 12:00 – 13:15
4.fl kk og kvk – 13:30 – 14:45
 
Meistaraflokkur karla sér um þjálfun á námskeiðinu.
 
Skráning er hafin á Abler.
 
Upplýsingar um skráningu á námskeiðin veitir íþróttastjóri, [email protected].
 
*Víkingur áskilur sér þann rétt að breyta námskeiðunum ef ekki næst nægilega góð skráning.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar