fbpx

Æfingahópur U17 kvenna & U15 karla valinn

3. janúar 2023 | Knattspyrna
Æfingahópur U17 kvenna & U15 karla valinn

KSÍ tilkynnti æfingahópa hjá U17 ára kvenna og U15 ára karla í gær.

Víkingur á fulltrúa í báðum hópum, 2 í U15 karla og 4 í U17 kvenna.

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 24 leikmenn sem taka þátt í æfingum dagana 8.-11. janúar. Þær Bergdís Sveinsdóttir, Freyja Stefánsdóttir,Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir & Sigdís Eva Bárðardóttir hafa allar verið valdar í hópinn sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir verkefni fyrri hluta ársins.

Þá hefur Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar. Þeir Kristinn Tjörvi Björnsson & Viktor Steinn Sverrisson hafa verið valdir í hópinn sem mun æfa í Miðgarði í Garðabæ.

Við óskum okkar efnilegu leikmönnum innilega til hamingju með valið.