Æfingahópur U17 kvenna & U15 karla valinn

KSÍ tilkynnti æfingahópa hjá U17 ára kvenna og U15 ára karla í gær.

Víkingur á fulltrúa í báðum hópum, 2 í U15 karla og 4 í U17 kvenna.

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 24 leikmenn sem taka þátt í æfingum dagana 8.-11. janúar. Þær Bergdís Sveinsdóttir, Freyja Stefánsdóttir,Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir & Sigdís Eva Bárðardóttir hafa allar verið valdar í hópinn sem er liður í undirbúningi liðsins fyrir verkefni fyrri hluta ársins.

Þá hefur Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, valið hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum dagana 11.-13. janúar. Þeir Kristinn Tjörvi Björnsson & Viktor Steinn Sverrisson hafa verið valdir í hópinn sem mun æfa í Miðgarði í Garðabæ.

Við óskum okkar efnilegu leikmönnum innilega til hamingju með valið.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar