Æfingahópur hjá U21 karla valinn

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 26 leikmenn frá 14 félögum í hóp sem æfir dagana 7. og 8. febrúar.

Víkingur á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Ari Sigurpálsson, Danijel Dejan Djuric og okkar nýjasti leikmaður Sveinn Gísli Þórkelsson.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir vináttuleik gegn Írlandi 26. mars sem leikinn verður í Cork á Írlandi. Æfingahópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika á Íslandi.

Við óskum leikmönnunum okkar innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Daníel Ísak ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Eyrún Ósk Hjartardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar