Æfingahópur hjá U21 karla valinn
31. janúar 2023 | KnattspyrnaDavíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið 26 leikmenn frá 14 félögum í hóp sem æfir dagana 7. og 8. febrúar.
Víkingur á þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þeir Ari Sigurpálsson, Danijel Dejan Djuric og okkar nýjasti leikmaður Sveinn Gísli Þórkelsson.
Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir vináttuleik gegn Írlandi 26. mars sem leikinn verður í Cork á Írlandi. Æfingahópurinn samanstendur af leikmönnum sem leika á Íslandi.
Við óskum leikmönnunum okkar innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis