Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Knattspyrnufélagið Víkingur hélt aðalfund sinn í gær föstudag. Fundurinn var haldinn í hátíðarsal í Víkinni kl. 17:30. Fundarstjórn var í höndum Stefáns Geirs Þórissonar.

Helstu niðurstöður fundarins eru eftirfarandi:

Björn Einarsson var kjörinn áfram formaður aðalstjórnar Víkings til eins árs.

Tómas Þór Þórðarson, Jón Fannar Guðmundsson og Elísabet Björnsdóttir voru kjörin í aðalstjórn til næstu tveggja ára. Nanna Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í aðalstjórn.

 

Knattspyrnufélagið Víkingur þakkar Nönnu fyrir langvinnt og ómetanlegt starf fyrir félagið.

 

Óskar Sverrisson og Haraldur Haraldsson voru kjörnir skoðunarmenn félagsins.

 

Hér mér finna ársskýrslu Knattspyrnufélagsins Víkings ásamt ársreikningum aðalstjórnar og samstæðu vegna ársins 2024.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar