A landsliðs verkefni í Janúar

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal í janúar. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.  Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp fyrir verkefnið, sem er utan FIFA-glugga eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um, og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Víkingur á þrjá fulltrúa í hópnum, það eru þeir Danijel Dejan Djuric, fyrirliðinn okkar Júlíus Magnússon & Viktor Örlygur Andrason. Þeir voru einnig allir í landsliðshópnum sem spilaði tvo vináttulandsleiki gegn Suður-Kóreu & Sádi Arabíu í byrjun nóvember síðastliðnum. Þá hefur Kristall Máni Ingason, fyrrum leikmaður Víkings einnig verið valinn í hópinn.

Við óskum leikmönnunum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Nýtt spjallmenni komið á vikingur.is

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Heimaleikjakort Handknattleiksdeildar Víkings 2025/26

Lesa nánar