A landsliðs verkefni í Janúar

A landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal í janúar. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.  Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, hefur valið leikmannahóp fyrir verkefnið, sem er utan FIFA-glugga eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um, og því kemur bróðurpartur leikmanna í hópnum frá félagsliðum í Bestu deildinni, Svíþjóð og Noregi.

Víkingur á þrjá fulltrúa í hópnum, það eru þeir Danijel Dejan Djuric, fyrirliðinn okkar Júlíus Magnússon & Viktor Örlygur Andrason. Þeir voru einnig allir í landsliðshópnum sem spilaði tvo vináttulandsleiki gegn Suður-Kóreu & Sádi Arabíu í byrjun nóvember síðastliðnum. Þá hefur Kristall Máni Ingason, fyrrum leikmaður Víkings einnig verið valinn í hópinn.

Við óskum leikmönnunum innilega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar