Petit Hamingjumótið verður haldið helgina 12. – 13. ágúst í Víkinni

Óskað eftir sjálfboðaliðum á Petit Hamingjumótið 2023

Knattspyrnudeild Víkings heldur Petit Hamingjumótið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 12. – 13. ágúst 2023.

Mikið er um að vera hjá Knattspyrnudeild Víkings um þessar mundir. Meistaraflokkur kvenna er að fara að mæta Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins föstudaginn 11. ágúst ásamt því að vera að berjast á toppi Lengjudeildar um sæti í efstu deild að ári. Meistaraflokkur karla tekur á móti KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins 16. ágúst og er á toppi Bestu deildarinnar í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Nú þurfa Víkingar að standa saman og leggja félaginu lið.

Óskað er eftir sjálfboðaliðum í dómgæslu. Það þarf enga alþjóðadómara heldur fólk sem er tilbúið að standa inni á vellinum með krökkunum og hafa gaman af og leiðbeina með grunnatriði knattspyrnunnar (innspörk, horn, miðju, byrja leik).
Úrslit eru ekki skráð. Hver dómaravakt er sirka 90-120 mín.

Þeir einstaklingar sem hafa tök að leggja okkur lið að senda póst á [email protected] og gefa upp nafn og símanúmer, tilgreina hvorn daginn þeir eru tilbúnir að dæma á og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar