fbpx

Hilmar Snær Örvarsson valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra

3. maí 2021 | Skíði
Hilmar Snær Örvarsson valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra

Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður hjá Víkingi hefur verið valinn Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hilmar Snær varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári.

Af heimasíðu ÍF

Íþróttamaður ársins 2020: Hilmar Snær Örvarsson, skíði – Víkingur

Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári.

Nafn: Hilmar Snær Örvarsson

Aldur:20 ára

Félag:Víkingur (skíðadeild)Keppnisflokkur: LW2 (hreyfihamlaðir, standandi flokkur)

Þjálfari:Þórður Georg Hjörleifsson.

Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi.