Hilmar Snær Örvarsson valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra
3. maí 2021 | SkíðiHilmar Snær Örvarsson skíðamaður hjá Víkingi hefur verið valinn Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hilmar Snær varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári.
Af heimasíðu ÍF
Íþróttamaður ársins 2020: Hilmar Snær Örvarsson, skíði – Víkingur
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári.
Nafn: Hilmar Snær Örvarsson
Aldur:20 ára
Félag:Víkingur (skíðadeild)Keppnisflokkur: LW2 (hreyfihamlaðir, standandi flokkur)
Þjálfari:Þórður Georg Hjörleifsson.
Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi.