Í dag var tilkynnt um valið á íþróttafólki Víkings árið 2022.
Úr röðum kvenna varð borðtenniskonan Nevena Tasic fyrir valinu.
Afrek hennar á árinu bera vott um yfirburði við borðtennisborðið en þar má helst nefna:
Úr röðum karla varð knattspyrnumaðurinn Júlíus Magnússon fyrir valinu.
Júlíus hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikla leiðtogahæfileika og var fyrirliði meistaraflokks karla á árinu en liðið varð bikarmeistari og náði eftirtektarverðum árangri í Evrópukeppninni.
Júlíus lék 38 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk. Þá naut hann þess heiður að spila sína fyrstu A-landsleiki á árinu en hann kom við sögu í 3 leikjum; gegn Suður Kóreu, Saudi Arabíu og San Marínó. Fyrir átti hann alls 33 leiki fyrir U21, U19, U17 og U16 ára landslið Íslands.
Aðrir sem tilnefndir voru í kjöri á Íþróttamanni Víkings eru:
Handknattleikur – Arna Þyrí Ólafsdóttir
Hjólreiðar – Jón Arnar Sigurjónsson
Skíði – Hilmar Snær Örvarsson
Tennis – Garima N. Kaulgade