Á mynd (frá vinstri): Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ, Jón Gunnlaugur Viggósson íþróttastjóri HSÍ, Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings og Ívar Orri Aronsson íþróttastjóri Víkings.

Samið við HSÍ um æfingar landsliða Íslands hjá Víkingi

Nýverið undirrituðu fulltrúar Víkings og HSÍ samning sem felur í sér afnot HSÍ af íþróttamannvirkjum Víkings í Vík og Safamýri fyrir æfingar yngri og eldri landsliða Íslands í Handbolta. Samningurinn gildir til 1. september 2028.

HSÍ fær til afnota aðstöðu í íþróttasölum, styrktaraðstöðu, búningsklefum og fundarherbergjum í mannvirkjum Víkings í Safamýri og í Víkinni. Mun HSÍ, vegna fræðslustarfsemi á vegum Víkings, heimila yngri og eldri iðkendum Víkings ásamt þjálfurum félagsins að fylgjast náið með völdum æfingum yngri og eldri landsliða Íslands í Handbolta. Að auki mun HSÍ útvega hæfa fyrirlesara til að halda fyrirlestur fyrir handboltaþjálfara hjá Víkingi með reglulegu millibili.

HSÍ skipuleggur vel á annað hundrað æfingar yngri og eldri landsliða og tengda viðburði í á hverju ári.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matthías Vilhjálmsson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Fulltrúar Víkings í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar