Egill Sigurðsson

Egill Sidurðsson kjörinn tennismaður ársins hjá TSÍ

Egill Sigurðsson er eini Íslendingurinn á heimslista alþjóða tennissambandsins (ITF) í dag, númer 1.821. Egill keppti á sextán atvinnumótum í fimm löndum á árinu; Egyptalandi, Hollandi, Kýpur, Spáni og Tyrklandi. Hann vann sex leiki, fjóra þeirra á móti leikmönnum sem eru á heimslista alþjóða tennissambandsins og einn þeirra á stigalista atvinnumanna.

Egill keppti líka í efsta sæti fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti karlalandsliðiða „Davis Cup“ (DC) í júní í Larnaca, Kýpur, á móti Georgíu, Kýpur og Luxembourg.

Egill er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar og hefur lagt mikið á sig til að koma sér á heimslista ITF. Hann stundar einnig fjarnám í ensku við Háskóla Íslands.

Víkingur óskar Agli innilega til hamingju með árangurinn á árinu og viðurkenninguna frá Tennissambandi Íslands.

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar