Til hamingju Nanna, til hamingju Lára
4. október 2021 | FélagiðSysturnar Nanna Björt og Lára Ívarsdætur eru uppaldar í Mosfellsbænum þar sem þær hafa alla tíð æft og spilað með Aftureldingu, en hafa nú gengið til liðs við Víking þar sem þær taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu kvennahandboltans í Víkingsfjölskyldunni.
Nanna er Björt er 16 ára og spilar sem hornamaður og miðjumaður, en Lára er einungis 18 ára línumaður.
Af hverju ákváðuð þið að ganga til liðs við Víking?
Að koma og breyta um umhverfi þar sem höfum verið lengi í Aftureldingu. Það er spennandi að taka þátt í meistaraflokki í Víking og styrkja líka þriðja flokkinn þar sem við erum báðar að spila.
Hvernig hefur ykkur fundist þessi tími sem þið hafið æft með Víkingi?
Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Geggjaður þjálfarar!
Hver eru framtíðarmarkmið ykkar?
Bæting og ná langt með liðinu. Allt umfram það er plús!
Eitthvað sem þið viljið koma á framfæri?
Áfram Víkingur.
Víkingsfjölskyldan býður þær systur hjartanlega velkomnar í Víkina þar sem þær styrkja þann frábæra stelpuhóp í kvennaboltanum sem leggja nú verulega mikið á sig til að taka skref í átt að stóra markmiðinu – að spila með þeim efstu í efstu deild.