Tarik Ibrahimagić kemur í Hamingjuna frá Vestra þar sem hann lék 33 leiki og skoraði í þeim 1 mark.

Víkingur semur við Tarik Ibrahimagić

Knattspyrnudeild Víkings og Vestri hafa náð samkomulagi um kaup Víkings á Tarik Ibrahimagić og í dag skrifaði Tarik undir samning við Víking út leiktíðina 2026.

Tarik Ibrahimagić er fæddur árið 2001 í Óðinsvéum í Danmörku og hefur leikið með Næstved og OB þar í landi áður en hann fluttist á Ísafjörð og klæddist búningi Vestra árið 2023.

Tarik er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og við erum gríðarlega ánægð að fá hann hingað til okkar í Hamingjuna. Hann hefur mikil gæði sem knattspyrnumaður og hugarfar hans smellpassar við hugmyndafræði okkar hér í Víkinni

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Hafdís og Jóhann Reynir leikmenn tímabilsins í handboltanum

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Viktor Örlygur framlengir

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lárustofa opnuð formlega

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Júlía Ruth til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Aðalfundur Handknattleiksdeildar Víkings og BUR Hnd.

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Fyrsta æfingin hjá Ali Al-Mosawe (ALMO)

Lesa nánar