Dregið í Meistaradeild Evrópu

Gleðilega þjóðhátíð kæru Víkingar. Nú styttist í að við fáum að vita hverjir mótherjar okkar verða í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir tímabilið 2024/2025. Dregið verður 18.júní Nyon í Sviss og fulltrúar Víkings verða að sjálfsögðu á staðnum.

Ferðalög til landa á borð við Finnlands, Færeyja, Wales, Írlands, Lettlands og fleiri eru því möguleg á næstunni. Hér að neðan má sjá listann yfir þau lið sem eru „seeded“ í drættinum en þar sem Víkingur er „unseeded“ þá getum við bara mætt liðum af þessum lista í fyrstu umferð.

Uppfært 17.júní kl. 12:30 – þetta eru liðin sem við getum dregist gegn á morgun 18.júní.

  • HJK Helsinki (Finnland)
  • Flora Tallinn (Eistland)
  • KI Klaksvik (Færeyjar)
  • Shamrock Rovers (Írland)
  • RFS Riga (Lettland)

Hér eru leikdagar fyrir undankeppni Meistaradeildar Evrópu 2024/2025.

Undankeppni – fyrsta umferð : 9/10 & 16/17 júlí
Undankeppni – önnur umferð: 23/24 & 30/31 júlí
Undankeppni – þriðja umferð: 6/7 & 13 ágúst
Úrslitaleikir um sæti í riðlakeppni: 20/21 & 27/28 ágúst

Drátturinn sjálfur fer fram þann 18.júni í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Fylgist vel með á samfélagsmiðlum okkar og á vikingur.is – næstu dagar verða spennandi!

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar