Birnir var kjörinn besti leikmaðurinn í Bestu deild karla í fótbolta árið 2023 af leikmönnum deildarinnar og á dögunum var hann kjörinn íþróttakarl Víkings.

Birnir Snær í A landsliðið

Åge Hareide hefur gert þrjár breytingar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins fyrir komandi vináttuleiki í janúar. Ísland mætir Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar og fara báðir leikirnir fram á heimavelli Inter Miami í Bandaríkjunum.

Birnir Snær Ingason leikmaður meistaraflokks Víkings hefur verið valinn í hópinn. Birnir gekk til liðs við Víking árið 2022 og hefur spilað 83 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 21 mark, þar af komu 12 mörk á liðnu sumri.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Birni velgengni í komandi verkefni fyrir Íslands hönd. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Félagið

Andela Jovanovic ráðin rekstrarstjóri Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Tiltektardagur Víkings laugardaginn 5. apríl

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Svanhildur Ylfa til Svíþjóðar

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ingvar Jónsson framlengir út 2026

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Besta fagnið 2025 – úrslit

Lesa nánar