Ari og Danijel valdir í U21 árs landsliðið

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landslið karla, hefur valið leikmannahóp fyrir vináttuleik gegn Finnlandi og fyrsta leik liðsins í riðlakeppni EM 2025.

Við Víkingar eigum tvo leikmenn í hópnum en þeir Ari Sigurpálsson & Danijel Djuric hafa báðir verið valdir í hópinn. Þá hefur Kristall Máni fyrrum leikmaður Víkings einnig verið valinn í hópinn.

Ari og Danijel eru tveir af okkar efnilegustu leikmönnum og hafa spilað mikilvæg hlutverk í sterku liði Víkings undir stjórn Arnar Gunnlaugssonar seinustu tvö tímabil. Ari hefur komið við sögu í 18 leikjum í sumar og skorað í þeim 5 mörk. Danijel hefur komið við sögu í 25 leikjum í sumar og skorað samtals 8 mörk.

Við óskum strákunum þremur góðs gengis í komandi verkefni með U21 ára landsliðinu

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Grill 66 deildin er að hefjast!

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Almenningsdeild

Yin Jóga með Ylfu í Safamýri í vetur

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Æfingar fyrir 9. flokk karla og kvenna í handbolta eru að hefjast

Lesa nánar