fbpx

5.flokkur kvenna – þrefaldur Íslandsmeistari

22. september 2023 | Knattspyrna
5.flokkur kvenna – þrefaldur Íslandsmeistari

Þrefaldir meistarar!

Nú á dögunum kláraðist tímabilið hjá yngri flokkum félagsins og í 5.flokki kvenna gerði Víkingur sér lítið fyrir og endaði sem Íslandsmeistari B, C og D-liða, auk þess sem að A-liðið endaði í öðru sæti eftir svekkjandi tap í úrslitaleik.

B-liðið sigraði sinn leik 3-0 og sigraði með því alla sína leiki á tímabilinu, Reykjavíkur- og Íslandsmót þar meðtalið. Heba Rós Jónasdóttir kom Víkingum yfir snemma í leiknum og Mirra Mjöll Arnarsdóttir tvöfaldaði síðan forystuna stuttu fyrir hálfleik. Það var síðan Heba Rós sem var aftur á ferðinni þegar hún gulltryggði sigurinn með markið rétt fyrir leikslok.

C-liðið vann einnig 3-0 eftir að hafa unnið sinn riðil í Íslandsmótinu á sannfærandi hátt. Candace Anika Canada Deiparine skoraði fyrstu tvö mörk Víkinga með stuttu millibilli í byrjun seinni hálfleiks áður en Margrét Lára Snorradóttir skoraði þriðja mark leiksins. Vert er þó að taka fram í stöðunni 0-0 fengu Víkingar dæmt á sig víti en Birna Elísabet Th. Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Leikur D-liðsins var hörkuspennandi þar sem að Víkingur náði í tvígang að jafna og var staðan að leik loknum 2-2. Mörk Víkings í venjulegum leiktíma skoruðu Tinna Karen Kostic og Katrín Una Hannesdóttir. Hvorugu liðinu tókst svo að skora í framlengingunni og réðust úrslitin því í vítakeppni. Þar gerði Guðný Lára Sch. Thorsteinsdottir sér lítið fyrir og varð tvær af þremur spyrnum mótherjanna. Tinna Karen og Sóley Margrét Eggertsdóttir skoruðu úr sínum spyrnum og 2-1 sigur Víkings í höfn.

Niðurstaðan var því þrír Íslandsmeistaratitlar sem bætast við Reykjavíkurmeistaratitlanna sem A og B-liðið vann. Frábær árangur hjá stelpunum og þær vel að þessu komnar.

Undanfarin þrjú ár hefur 5.flokkur Víkings verið einn sá fjölmennasti á landinu sem er mikið afrek miðað við íbúafjölda í hverfinu okkar. Stelpurnar tóku miklum framförum, innan vallar sem utan, og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega hópi í framtíðinni Framtíðin er björt í Fossvogi. Áfram Víkingur!

Þjálfari flokksins er Guðni Snær Emilsson og honum til aðstoðar eru Ólafur Þór Davíðsson, Rökkvi Aðalsteinsson, Arnar Páll Matthíasson og Jóhannes Karl Bárðarson.

Myndir af öllum liðum 5.flokks kvenna má finna hér að neðan.

A-lið

Sækja mynd
Víkingur logo

B-lið

Sækja mynd
Víkingur logo

C-lið 1

Sækja mynd
Víkingur logo

C-lið 2

Sækja mynd
Víkingur logo

D-lið 1

Sækja mynd
Víkingur logo

D-lið 2

Sækja mynd
Víkingur logo

Bikarafhending

Sækja mynd
Víkingur logo

Meistaraflokkur kom í heimsókn með Mjólkurbikarinn

Sækja mynd
Víkingur logo