fbpx

3. flokkur karla B-lið Íslandsmeistarar

10. október 2022 | Knattspyrna
3. flokkur karla B-lið Íslandsmeistarar
Íslandsmeistarar 2022

3.flokkur karla B-lið Íslandsmeistarar eftir sigur á KA/Hamrarnir

 

Úrslitaleikur 3.fl kk B-lið fór fram á laugardaginn þegar Víkingur fór til Akureyrar og mætti heimamönnum í Ka/Hamrarnir. Leikið var í boganum knatthúsi á Akureyri.

Leikurinn var gríðarlega skemmtilegur og bauð uppá mikla veislu en það var Víkingur sem stimplaði sig fyrst inn í leikinn þegar Magnús Þór Hauksson kom liðinu yfir á 30. mínútu leiksins en KA gáfu mikið í eftir fyrsta mark Víkings og jöfnuðu á 35. mínútu þegar Þórir Hrafn Ellertsson, leikmaður KA jafnaði metinn og skildu liðin jöfn í hálfleik 1-1 eftir fjörugan fyrri hálfleik.

Víkingar komu vel gíraðir í seinni hálfleik eftir hálfleiks ræðu frá þjálfara liðsins Birni Bjartmars og skorði Christian Pujola Guðnýjarson leikmaður Víkings á 55. mínútu og kom Víkings liðinu yfir 1-2 og núna er að duga eða drepast fyrir Víkingsliðið ef þeir ætla að sækja sér sigur. Á 80. mínútu var mikil dramatík þegar Askur Nói Barry, leikmaður KA jafnaði leikinn fyrir KA menn og innsiglaði þannig að leikurinn fór í vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppni hafði Víkingur svo betur 4-5 og tryggðu sér Íslandsmeistara titillinn 2022 við mikinn fögnuð leikmanna, þálfara og aðstandendur.

Það var svo Ari Björn Björnsson fyrirliði liðsins sem lyfti bikarnum við mikinn fögnuð. Strákarnir hafa átt frábært tímabil í sumar.

Áfram Víkingur!