3. flokkur C-lið Íslandsmeistarar
22. september 2022 | Knattspyrna3. flokkur karla C-lið varð Íslandsmeistari í vikunni eftir 4-1 sigur Víkings á Fylki í úrslitaleik um Íslandsmeistara titillinn.
Liðið spilaði gegn ógnarsterkum andstæðingum í sumar og unnu þeir alls 7 af 9 leikjum með +30 mörk í markatölu í deildarkeppni sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni.
Úrslitakeppninn fer þannig fram að 4 lið spila til úrslita, einn undanúrslitaleikur og einn úrslitaleikur um að titillinn eftirsótta. Í undanúrslitum mættum við KA og stóð Víkingur uppi sem sigurvegari eftir 4-0 sigur sem tryggði liðinu áfram í úrslitaleikinn um að verða Íslandsmeistarar. Í úrslitaleiknum mættum við sterku liði Fylkis en eftir mikla yfirburði stóð Víkingsliðið uppi sem sigurvegari eftir 4-1 sigur á Fylki á Víkingsvelli.
Glæsilegur árangur hjá okkar efnilegum strákum og verður gaman að fylgjast með framtíð þessara leikmanna.
Áfram Víkingur!