Stórleikir í Víkinni – Takmarkaður miðafjöldi
8. júní 2021 | FélagiðStórleikir í Víkinni – Takmarkaður miðafjöldi
Pepsi Max deildin og Lengjudeild kvenna eru í fullum gangi og framundan eru þrír stórleikir sem skipta gríðarlega miklu máli fyrir liðin okkar. Mætum á völlinn og upplifum stemninguna á Heimavelli hamingjunnar!
Meistaraflokkur karla – Pepsi Max deildin
Laugardaginn 12. júní kl. 17:00 Víkingur – FH
Mánudaginn 21. júní kl. 19:15 Víkingur – KR
Hamborgarasalan opnar klukkutíma fyrir leik
Miðaverð fyrir 16 ára og eldri kr. 2.000 Miðasala/skráning verður aðeins í Stubbi
Meistaraflokkur kvenna – Lengjudeildin
Sunnudaginn 13. júní kl. 13:00 Víkingur – KR
Miðaverð fyrir 16 ára og eldri kr. 1.500 Miðasala/skráning verður aðeins í Stubbi
Miðaverð fyrir börn á leikina
Sérstök athygli er vakin á að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra telja 6 ára og eldri þegar kemur að samkomutakmörkunum. Af þeim sökum þurfa börn 6 ára og eldri að vera skráð og kaupa miða. Miðaverð fyrir 6-16 ára kr 1.000 kr. Miðasala/skráning verður við innganginn.
Minnt er á að grímuskylda er á íþróttaviðburðum.
Allar upplýsingar um Stubb má finna hér: https://stubbur.app/