Forsíðan
Nýir yfirþjálfarar taka til starfa | Fótbolti

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Víkings hefur ráðið 2 nýja yfirþjálfara til starfa sem taka við af Luka Kostic sem lét af störfum núna í október. Einar Guðnason verður yfirþjálfari drengja og Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari stúlka.

Frábær leikur gegn stórliði Hauka | Handbolti

Frábær leikur gegn stórliði Hauka


Eftir tvo slaka leiki voru strákarnir í meistarflokki karla staðráðnir í því að gefa Haukum alvöru leik en það voru ekki margir sem trúðu því að Víkingar gætu stítt Haukamönnum en meðal annars mættu mjög fáir fréttamiðlar á leikinn. Það var síðan ekki á bætandi að Ægir fyrirliði gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Það var samt ljóst frá fyrstu mín að strákarnir höfðu trú á verkefnu því baráttan skein úr andliti þeirra allra. 

Happdrætti á Herrakvöldi Víkings

40 vinningsnúmer  voru dregin út í happdrætti á herrakvöldi Víkings á föstudaginn. Vinningshafar geta vitjað vinninga á skrifstofu Víkings frá 9-17 virka daga.

Víkingur áskilur sér rétt til þess að nýta þá vinninga sem ekki verða sóttir fyrir 1. desember n.k. Víkingur þakkar þeim sem tóku þátt í happdrættinu og vildu þannig styðja félagið. Áfram Víkingur!

Herrakvöld Víkings – Málverkauppboð
 
Á málverkauppboðiðinu á herrakvöldi Víkings föstudaginn 3. nóvember verða margar glæsilegar myndir boðnar upp. Á meðal þeirra eru verk eftir Tolla, Einar G Baldvinsson, Jón Engilberts, Hauk Dór Sturluson og Kristján Davíðsson. Myndirnar má sjá hér:
 
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna