Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra

Knattspyrnufélagið Víkingur notast við Sportabler við skráningar í deildir og námskeið á vegum félagsins.

  • Upplýsingar um dagskrá og samskipti flokksins fram á Sportabler. Við skráningu í deild/deildir er hægt að sjá æfingatöflu flokksins og hafa samskipti við þjálfara.
  • Sportabler, er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald
    íþróttastarfsins.
  • Kóðar fyrir flokkan í fótbolta og handbolta

Frítt er að prufa allar æfingar hjá Víking áður en skráð er og æfingagjöld greidd. 

Gott er að vera búin að skoða æfingatöflur flokkana á heimasíðu Víkings.

 

Hagnýtar upplýsingar – Fyrsta æfingin

Hérna er hægt að nálgast hagnýtar upplýsingar með því að senda á yfirþjálfarana og deildirnar, einnig er hægt að senda póst á Íþróttastjóra Víkings Fannar [email protected] 

Rútuakstur á milli frístundaheimila  – Hægt er að sjá rútuplanið hér 

Knattspyrnufélagið býður upp á rútuakstur úr frístundaheimilum og á æfingar. 

Mikilvægt er að foreldrar láti starfsfólk frístundar vita að barnið sé að æfingu svo þau geti haldið utan um þá sem eru að fara.

Víkingsrútan mun keyra alla virka daga frá 1. sept og fram að jólafríi samkvæmt meðfylgjandi aksturplani.
Vagninn keyrir ekki í kringum jól, páska og frídaga. Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskránni sé þess þörf vegna t.d. þátttöku.

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. bekk í grunnskólum hverfisins: Breiðagerðisskóli / Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli.  Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimilið viti hvenær barnið á að taka vagninn. Mikilvægt er að foreldrar leiðbeini börnunum að fara í rútuna eftir æfingar.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum. Þau börn sem eru í frístund í Breiðagerðisskóla eru með fylgd frá starfsmanni frístundaheimilis til og frá æfingum. (á við um 1 – 2.bekk)

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er. Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra.

Ef eitthvað gleymist í vagninum þá er farið með það í Víkina

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með. Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umsettum tíma. (Sjá rútuplan hér að ofan)

Víkingur Logo