Mikið um að vera á Sumardaginn fyrsta!

25. apríl 2024 | Félagið
Mikið um að vera á Sumardaginn fyrsta!

Það verður mikið um að vera hjá Víkingum á Sumardaginn fyrsta!

Í Fossvogi og Bústaðahverfi verðu hin hefðbundna hátíð sem við vinnum ásamt öðrum stofnunum í hverfinu. Sú dagskrá hefst með grilli við Grímsbæ í boði Víkings og Krambúðarinnar klukkan 11:00. Síðan fer skrúðganga undir taktföstum tónum skólahljómsveitar Austurbæjar með fánaborg skátana í fararbroddi frá Grímsbæ yfir í Bústaðakirkju þar sem hægt er að hlýða á tónlistaratriði og ræðu með listasýningu frá leikskóla börnum. Síðan verður farið í Víkina þar sem verða Hoppukastalar og andlitsmálun fyrir börnin og boðið uppá kaffi og kleinur fyrir börnin.

Klukkan 15:00 hefst síðan leikur Víkings og Víðis í Mjólkurbikar karla og verður öllum hverfisbúum boðið frítt á leikinn í tilefni Sumardagsins fyrsta.

Dagskrá í Fossvogi og Bústöðum

 

Í Safamýrinni verður skemmtidagskrá í boði Víkings, Álftabæjar, Tónabæjar og foreldrafélags Álftamýrarskóla.

Þar verða hoppukastalar og  andlitsmálun fyrir börnin, kaffi og kleinur fyrir foreldra og mun 7. bekkur í Álftamýrarskóla selja pylsur í fjáröflunarskyni.

Dagskrá í Safamýri