Víkingur tekur þátt í Scandinavian League
25. nóvember 2021 | KnattspyrnaUndirbúningur fyrir tímabilið 2022 er kominn á fullt hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu. Nú er það orðið staðfest að Víkingur tekur þátt í Scandinavian League í lok janúar.
Víkingur er eitt af 12 liðum sem tekur þátt í mótinu sem fram fer á Alicante á Spáni dagana 24. janúar til 5. febrúar.
Víkingur leikur í A – riðli og hefur leik 24. janúar þar sem þeir mæta Jerv frá Noregi. Næsti leikur liðsins er síðan gegn Mjallby frá Svíþjóð og síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Lahti frá Finnlandi.
Undanúrslit verða leikin 3. febrúar og úrslitaleikur mótsins er 5. febrúar.
Víkingur er ekki eina íslenska liðið sem spilar á mótinu en KA keppir einnig á mótinu og leika þeir í C – Riðli.
Um er að ræða spennandi og krefjandi mót og stór þáttur í undirbúningi liðsins fyrir Íslandsmótið 2022