Oliver Ekroth framlengir til 2026
9. október 2023 | KnattspyrnaOliver Ekroth hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Víkings til lok árs 2026
Oliver, sem er 31 árs sænskur varnarmaður, gekk til liðs við Víking í ársbyrjun 2022 frá Degerfors IF og hefur síðan spilað 78 leiki fyrir Víking og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið algjört lykilmaður á þessum tveimur tímabilum og var einn af bestu leikmönnum deildarinnar í ár.
Hann spilaði 30 af 32 leikjum Víkings í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum þetta tímabilið og átti því stóran þátt í því að liðið hafi unnið báðar keppnirnar.
Arnar Gunnlaugsson um Oliver
„Til að byrja með þá eru þetta frábærar fréttir fyrir Víking að Oliver hafi framlengt samning sinn til næstu þriggja ára. Oliver hefur sannað sig ekki bara sem topp leikmaður heldur enn betri manneskja. Oliver er frábær leikmaður og mikill leiðtogi innan sem utan vallar og því mikil gleðitíðindi að Oliver kjósi að halda áfram hjá okkur næstu þrjú árin“
Kári Árnason um Oliver
„Ég trúi því að Oliver sé einn besti leikmaður deildarinnar og hann sýndi það og sannaði með spilamennsku sinni í sumar“
,,Við höfum stór markmið fyrir komandi ár hjá Víkingi og við erum ekki nærri því orðnir saddir. Við viljum viðhalda árangri okkar undanfarin ár á næstu árum og mun Oliver spila stórt hlutverk að hjálpa okkur að viðhalda þeim árangri. Það er einnig mikilvægt fyrir okkur sem félag að leikmenn haldi tryggð við félagið.“
Oliver Ekroth um nýjan samning:
“ Þetta hafa verið mín bestu ár hingað til í knattspyrnu og mér líður mjög vel í Víkingi. Frá fyrsta degi hefur mér liðið eins og ég sé partur af stórri fjöldskyldu. Félagið hefur tekið gríðarlega á móti mér og fjöldskyldu minni frá því að við fluttum hingað fyrir einu og hálfu ári.“
,,Við höfum stór markmið fyrir komandi ár hjá Víking og ætlum að halda áfram að vinna titla en á sama tíma gera alvöru atlögu að riðlakeppni í Evrópu.“