Jón Páll Pálmason ráðinn aðstoðarþjálfari

Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi mfl. kvk Víkings. Jón er með UEFA A þjálfaragráðu og kemur inn í teymið með mikla reynslu en hann hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli.

Jón er uppalinn í FH og steig sín fyrstu skref í þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Einnig hefur hann þjálfað kvennalið Fylkis, karlalið Víkings Ó og Hattar. Í Noregi þjálfaði hann liðið Klepp IL í efstu deild kvenna og eftir 3 ára dvöl þar færði hann sig til karlaliðs Stord. Jón hefur einnig starfað í akademíu hjá Total Football Club í Texas.

Knattspyrnudeild Víkings bindur miklar vonir við Jón Pál og nýja þjálfarateymið og hlakkar til baráttunnar sem framundan er.

Vertu hjartanlega velkominn í Hamingjuna Jón! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Æfingar falla niður vegna veðurs og mannvirkjum Víkings lokað

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Orri Hjaltalín ráðinn vallarstjóri hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar