Jón Brynjar tekur við meistaraflokki kvenna | Handbolti

Jón Brynjar Björnsson tekur við meistaraflokki kvenna í handbolta. Jón Brynjar er með 15 ára reynslu af handknattleiksþjálfun og hefur hann að mestu verið hjá HK og Fjölni. Að auki er hann að þjálfa yngri landslið hjá HSÍ.

Hann kemur til okkar frá HK þar sem hann var meðal annars í þjálfarteymi meistaraflokks kvenna á síðasta tímabili og var með U-lið HK í Grill66 deild kvenna tvö tímabil þar á undan. Einnig hefur hann þjálfað í Grill66 deild karla.

Jón hefur lokið öllum þjálfarastigum HSÍ og vinnur nú að því að klára Master Coach þjálfunargráðu EHF.

Metnaður Jóns Brynjars er í takti við framtíðarsýn handknattleiksdeildar og erum við hjá Víking virkilega spennt fyrir samstarfinu. Ráðningin er mikilvægt skref í vegferð okkar í hóp þeirra bestu.

ÁFRAM VÍKINGUR

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Pablo Punyed kveður Hamingjuna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti, Uncategorized

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingum

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Samið við HSÍ um æfingar landsliða Íslands hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Matthías Vilhjálmsson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Fulltrúar Víkings í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar