Ingvar Jónsson framlengir út 2026

Kæru Víkingar. Ingvar Jónsson og Knattspyrnudeild Víkings hafa framlengt samning sinn út árið 2026. Ingvar þarf ekki að kynna fyrir neinum sem hefur horft á fótbolta síðustu 10 árin eða svo. Ingvar er fæddur árið 1989 og  kom til félagsins frá danska liðinu Viborg árið 2020. Ingvar varð Íslandsmeistari árin 2021 og 2023 með Víking og hefur 3 sinnum lyft Mjólkurbikarnum. Hann var einnig lykilmaður í árangri liðsins í Sambandsdeild Evrópu veturinn 2024-2025.

Í sumar mun Ingvar rjúfa 200 leikja múrinn fyrir Víking og fyrir Ísland hefur Ingvar leikið 8 A landsleiki og samtals 4 leiki fyrir U19 og U21 lið Íslands.

Gefum Kára Árnasyni yfirmanni knattspyrnumála orðið

Það að Ingvar framlengi sinn samning við okkur er algjörlega frábært enda teljum við hann vera besta markmanninn í Bestu deildinni. Hann hefur heldur betur stigið upp þegar við höfum þurft á honum að halda og ég er hrikalega ánægður með að hann verði hér næstu 2 tímabil hið minnsta.

Frábær tíðindi kæru Víkingar! ❤️🖤 Hér að neðan má svo sjá hinar ýmsu myndir af Ingvari í Víkingstreyjunni.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Páskanámskeið BUR Handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið, Handbolti

Umspil: Víkingur vs Selfoss – Fyllum Safamýrina

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Andela Jovanovic ráðin rekstrarstjóri Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna

Lesa nánar