PETIT – HAMINGJUMÓTIÐ

Petit Hamingjumót Víkings verður haldið á Heimavelli hamingjunnar í Víkinni helgina 16-17. ágúst 2025. Upplýsingar um mótið verða uppfærðar á næstu vikum.

Leikjaplan á Petit Hamingjumótinu 2025

Mótið er fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna og er lögð áhersla á að krakkarnir hafi gaman á mótinu og kynnist stemningunni sem fylgir fótboltamótum. Mikilvægt er að leyfa krökkunum að vera á sínum forsendum.

Keppendur fá verðlaunapening og gjöf fyrir þátttöku á mótinu.

Þátttökugjald er 3.700 kr og munu 500 kr. af gjaldinu renna til SKB – Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna – www.skb.is.

Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk: Petit Hamingjumót – Skráning

Nánari upplýsingar veitir  Ívar Orri Aronsson í síma 519-7602  / tölvupóstur [email protected].


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Nánari upplýsingar um starfsemi SKB má finna hér: https://skb.is/

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar