Frá vinstri : Kári Árnason og Gunnar 💦🔨

Gunnar Vatnhamar framlengir út 2027

Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við færeyska landsliðsmanninn Gunnar Vatnhamar. Gunnar kom til félagsins í apríl árið 2023 og hefur hann leikið 35 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk.

Gunnar kom til félagsins frá færeyska félaginu Víkingi í Götu þar sem hann hafði leikið allan sinn feril, 259 leiki og skoraði í þeim 43 mörk. Gunnar er fastamaður í færeyska landsliðinu og hefur leikið 38 landsleiki og hefur skorað í þeim 2 mörk.

Hann varð færeyskur bikarmeistari árin 2014 og 2015 með Víkingi og færeyskur meistari með liðinu tímabilin 2016 og 2017. Gunnar var einnig lykilmaður í tvöföldu meistaraliði okkar Víkinga árið 2023.

Nýr samningur Gunnars við Víking er til þriggja ára og gleður það Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna með mikilli hamingju að Gunnar Vatnhamar verður leikmaður félagsins út árið 2027 🖤❤️

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar